SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Frábær sigur 9:0(5:0) gegn Kóngunum!

Eftir Stjórinn þann 16 Jun 2019 klukkan 19:38
Loksins sigur eftir afleita leiki að undanförnu. Ýmsir stigu upp í dag og kláruðu móralskan sigur. Eyþór Daði mætti sjóðheitur í leikinn og kom okkur á 2:0 á 3. og 7.mín. Þá var komið að sóknarbakverðinum Birki Hlynssyni, manni leiksins ásamt markmanni Kónganna. Hann skoraði úr víti á 27. mín., 5:0 á 37. mín., 8:0 á 87. mín. með vinstri! og 9:0 á 89. mín., Ásgeir skaut í bakið á snillingnum, breytti um stefnu og óverjandi!
Ágúst Marel gerði 4:0 á 33. mín. Fyrsta mark hans í mfl. Sæbjörn S. Jóhannsson gerði einnig sitt 1. mark; skoraði 7:0 á 72. mín. Danni Már gerði 6:0 á 54. mín.
Jón Kristinn hélt hreinu; Birkir H frábær, Halli Þ, Smári(Örvar) kom öflugur inn aftur, Halli H líka; Leó(Daníel Már skilaði sínu), Tómas(Elijah var mistækur eftir meiðsli) fínn, Birkir Snær(Erik flottur) með sinn besta leik í ár, Geiri, Eyþór glæsilegur(Sæþór); Ágúst Marel skilaði marki.
Andri coach og Hanni harði klikkuðu ekki frekar en fyrri daginn. Takk fyrir frábæran dag, allir!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2020
á síðu KSÍ