SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Lokahóf KFS 29/12 sl.

Eftir Stjórinn þann 01 Jan 2019 klukkan 15:19
Lokahófi KFS var frestað til 29/12 sl. vegna skorts á skemmtinefnd. Við heiðruðum minninga 2 félaga okkar, sem dóu á árinu; Bergvins Oddssonar, öflugs stuðningsmanns okkar í áraraðir og Kolbeins Arons Arnarsonar, markmannsins okkar 2009, síðast 2017, hann lést sviplega 23/12 sl.
Síðan var Njáli Ragnarssyni þökkuð formennska í félaginu sl. 4 ár, með bókargjöf, staðið sig frábærlega á miklum breytingatíma félagsins.
Hannes Gústafsson er þegar tekinn við sem formaður og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.
Einar Kristinn Kárason, fráfarandi þjálfari okkar, tilkynnti síðan og afhenti bikara til markakóngs ársins, Ásgeirs Elíassonar, með 8 mörk í 11 leikjum og leikmaður ársins var Egill Jóhannsson á ári, sem við komumst í 8-liða úrslit 4. deildar, féllum þar út fyrir meisturum Reynis S.
Einar fékk svo bókagjöf frá félaginu og þökkuð frábær störf.
Búningasala tókst upp á ca. 90 þús. kr., en meiningin er að kaupa alhvítt sett í stíl við ÍBV og nýja upphitunargalla.
Æfingar eru löngu hafnar fyrir nýtt tímabil og er Andri Ólafsson tekinn við sem þjálfari KFS, á launum frá ÍBV. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn, eins og Óskar Örn Ólafsson, nýjan stjórnarmann KFS.
Hófið kláraðist kl. 21.30 eftir góðan mat, rúmlega 20 mættu.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Lau 14:00 11.Júlí 2020

Meistaraflokkur

KFS - Léttir

4. deild karla A riðill

Týsvöllur

Lau 14:00 18.Júlí 2020

Meistaraflokkur

GG - KFS

4. deild karla A riðill

Grindavíkurvöllur

Lau 14:00 25.Júlí 2020

Meistaraflokkur

KFS - Uppsveitir

4. deild karla A riðill

Týsvöllur

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2020
á síðu KSÍ