SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Risaleikur ,,gamlingjanna" gegn fýluliði G. G. 4:0(3:0) á Týsvelli í dag

Eftir Stjórinn þann 24 Jun 2018 klukkan 17:23
Risaleikur ,,gamlingjanna" gegn fýluliði G. G. 4:0(3:0)

Við höfðum beðið um frestun vegna leiks 2. flokks fyrr í dag. Nei, sagði G. G. Það var því ljúft að rúlla yfir þá í toppbaráttunnu með marga gamla tilkallaða fyrir þennan leik. Einn þeirra, Bjarni Rooney Einarsson, negldi boltanum upp í markhornið viðstöðulaust utan fyrir vítateig. Ógleymanlegt mark. Ásgeir Elíasson skoraði síðan á 15. og 32. mín., með skalla! GG átti ekki skot á mark fyrr en á 44. mín. Á 59. mín. fór fýlan endanlega með þá og rautt eftir árás á Egil. Gunnar Páll Hafliðason lauk svo auðmýkingunni með 4:0 einni mín. e. innáskiptingu. Okkar besti leikur í sumar!

Franz gat leyft sér kæruleysi 2var, en er annars öryggið uppmálað; Iman fór á kostum í hæ. bakverði, Garner frábær í halfcentinum, ásamt Birki Hlyns. fyrirliða(Sæþór með flottar sendingar), Einar coach engu síðri sem vi. bakvörður en þjálfari; Jói N dældi inn fyrirgjöfum(Tómas Aron með ógleymanlegan sprett), Rooney maður leiksins(Gunnar Páll markavél), Egill frábær eins og alltaf, Geiri raðar inn mörkunum, Eric gerir það ekki, en allt annað flott(Andri G með comeback); Hjalti J með sinn lengsta leik í rúmt ár(Kjartan líka?, stóð sig vel). Jón Helgi var varamarkmaður, takk fyrir það.

Leikurinn flott upplagður eins og síðast. Það voru 16 þeyttar hetjur, sem gengu til búningsklefa eftir leik, KFS komið á topp 4. deildar-C í 1. sinn!Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Lau 14:00 11.Júlí 2020

Meistaraflokkur

KFS - Léttir

4. deild karla A riðill

Týsvöllur

Lau 14:00 18.Júlí 2020

Meistaraflokkur

GG - KFS

4. deild karla A riðill

Grindavíkurvöllur

Lau 14:00 25.Júlí 2020

Meistaraflokkur

KFS - Uppsveitir

4. deild karla A riðill

Týsvöllur

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2020
á síðu KSÍ