SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Stórafmæli

Eftir Stjórinn þann 07 Sep 2017 klukkan 17:59
KFS á 20 ára afmæli í dag, sigurinn í 3. deild 15 ára afmæli og Trausti minn 35 ára afmæli. Frábær dagur!

Ógleymanlegt lokahóf!

Eftir Stjórinn þann 24 Sep 2017 klukkan 11:03
Takk fyrir ógleymanlegt kvöld í gærkveldi, Einar, Jói og allir hinir. Ég fékk svo sannarlega mínar ,,15 mínútur" og gæti hætt sáttur með sjálfan mig. Það stendur ekki til.
Nokkrar viðbótarupplýsingar: Fjórtan léku 9 leiki eða fleiri af 17 í deild og bikar: Þeir voru: Erik 17 leikir, Geiri og Jói N 16, Halli Þ 15, Hákon og Robbi 14, Franz, Halli H, Egill J og Eyþór 13 og Guðlaugur 12, Varamenn: Birkir H 10, Anton B og Birkir SA 9, miðað við leikjafjölda.
Innilega til hamingju Birkir Snær leikmaður ársins og Geiri markakóngur með 8 mörk; verðskuldaðir titlar.
Skemmtiatriðin voru bráðfyndin, með þeim betri seinni ár. Maturinn frábær miðað við verð, en drykkjarföng það eina, sem klikkaði enda óvænt metþátttaka.
Beddi styrkti okkur um 1/2 milljón!!! Stærsti styrkur okkar frá upphafi. Frábær þátttaka í búningasölu og góðar tekjur þar. Trausti leysti þar Heimi Hallgríms. af með sóma.
Þið getið allir verið stoltir af þessu sumri, ég er a.m.k. mjög stoltur af árangrinum, leikmönnum, þjálfara og stjórnarmönnum KFS í dag. Margir tóku miklum framförum. Takk, allir!

Stórafmæli

Eftir Ragna Birgisdóttir þann 24 Sep 2017 klukkan 14:46
Takk fyrir að fá að fylgjast með skemmtilegu fótboltasumri hjá KFS. Flottir drengir,flottir þjálfarar.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Lau 14:00 11.Júlí 2020

Meistaraflokkur

KFS - Léttir

4. deild karla A riðill

Týsvöllur

Lau 14:00 18.Júlí 2020

Meistaraflokkur

GG - KFS

4. deild karla A riðill

Grindavíkurvöllur

Lau 14:00 25.Júlí 2020

Meistaraflokkur

KFS - Uppsveitir

4. deild karla A riðill

Týsvöllur

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2020
á síðu KSÍ