SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Hefnd gegn SR 6:4(5:29 4. deild-B á Týsvelli 260817

Eftir Stjórinn þann 26 Aug 2017 klukkan 22:37
Náðum í dag að hefna taps gegn SR og enda með 33 stig í 16 leikjum eða meira en 2 stig í leik. Það dugði ekki til úrslita eins og alltaf áður, en vel gert peyjar og takk fyrir skemmtilegt sumar, mörgum farið mikið fram eins og ætlunin var.
Eerik kom okkur yfir eftir 3 mín. og Sigurður Arnar kom okkur í 3:0 á 12. og 13. mín. Eftir það skiptust liðin á að skora, 5:2 í hálfleik og lokatölur 6:4. Mörg flott tilþrif sáust í f.h. en bleyta og rok voru talsverð. Sigurður gerði sína fyrstu þrennu í mfl. Eric 2 mörk og Breki eitt.
Franz í markinu gat fátt gert betur; Jói fyrirliði kom þokkalega út, Halli Þ gult, góður, Gulli harkaði af sér meiðsli(Hákon), Aron Smári var langt frá sínu besta; Eric með flott mörk, Egill einu x enn frábær, en Sigurður Arnar hlýtur að teljast maður leiksins, Ásgeir harkaði af sér of lengi(Eyþór kom sterkur inn), Robbi duglegur sóknarlega; Breki hefur lagað mikið rangstöðuveikleikann sinn og stóð sig mjög vel.
Einari þjálfara tókst að motivera mannskapinn.
Lokahóf ákveðið lad. 23/9 nk. Skemmtinefnd óksast, hafið samband við fyrirliðann.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Lau 14:00 11.Júlí 2020

Meistaraflokkur

KFS - Léttir

4. deild karla A riðill

Týsvöllur

Lau 14:00 18.Júlí 2020

Meistaraflokkur

GG - KFS

4. deild karla A riðill

Grindavíkurvöllur

Lau 14:00 25.Júlí 2020

Meistaraflokkur

KFS - Uppsveitir

4. deild karla A riðill

Týsvöllur

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2020
á síðu KSÍ