SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Vatnaliljur:K. F. S. 4:3(2:1) 4. deild-B gervigras Fagralundi 290717

Eftir Stjórinn þann 30 Jul 2017 klukkan 09:47

Hér féllu saman leikdagar hjá 2. flokki og KFS, það tókst að fækka þeim úr 4 í 2 í sumar, reyndar mjög flókið. Þar að auki er stíft spilað þessa dagana. Þeir 11, sem komust í leikinn pössuðu ekki alveg saman í venjulega uppstillingu og hafði það áhrif á vörnina, sem fékk á sig 4 mörk. Sóknin stóð hins vegar fyrir sínu. Erik kom okkur yfir með rosaskoti að utan e. 9 mín. Gauti gerði ekta centersmark e. 31 mín. og kom okkur aftur yfir. Þeir jöfnuðu fyrir hálfleik og skoruðu svo 2 mörk úr nánast 2 sóknum í s.h. Einar Kristinn þjálfari gladdi okkur svo í steikjandi hitanum á 93. mín. með rosalegu marki úr frísparki. Allir voru virkilega að reyna sitt besta og sérstakt hrós fá Jónatan og Andri Ey, fyrir að koma á bekkinn til að hindra að við gætum orðið færri. Frans kennir sér sjálfum um 1. markið; Smári mjög góður í f.h., Halli Þ líka, Hákon og Heiðar(Einar sýndi mikla takta) áttu ekki sinn besta dag; Eric frábær í f.h., Egill, Geiri og Birkir líka, Halli H. hefur átt betri leik; Gauti fær toppeinkun og nálgast sitt besta form.
Dómarinn tók augljóst víti af Gauta í f.h., m.a.s. andstæðingarnir töluðu um það. Lánið ekki okkar megin í dómaramálum þessa dagana, það mun breytast.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ