SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Nýir tímar hjá KFS!

Eftir Stjórinn þann 09 Mar 2017 klukkan 16:23
KFS tekur næsta skref! Yfir mig ánægður með nýja þjálfarann, Einar Kristin Kárason, og frábæra aðstoð ÍBV við að halda KFS á lífi. Taldi, að við værum á banabeðinu, ef ekkert gerðist af þessu tæi, en sé nú fyrir mér alvörustarf, með hjálp Einars og ÍBV. Meiri áhersla verður lögð á að velja þá, sem mæta á æfingar til að byrja með og að búa til hóp þeirra, sem hafa nægan áhuga til að fórna sínum frítíma. Ætlast verður til að menn mæti 3var/viku, æft verður með 2. flokki, á Týsvelli, á sama tíma og mfl. ÍBV æfir oft á tíðum. Gætum dottið á Helgafellsvöll stöku x og jafnvel fengið e-n aðgang að rútum ÍBV. Týsvöllur verður heimavöllurinn og verið er að koma nýjum varamannaskýlum fyrir, sem við fengum 1 millj. styrk í.

Ég held áfram að vera með, en stýri ekki lengur æfingum, hugsa meira um aðra hluti í kring, hlakka til þess að geta gert þá hluti betur, og stýri áfram blómlegu getraunastarfi, sem heldur félaginu gangandi fjárhagslega. Verið að velta fyrir sér æfingagöllum, en bara fyrir þá, sem gefa sig af alvöru í þetta strax.

Starfið í Reykjavík heldur áfram, undir stjórn Tryggva Guðmundssonar, og verður haldið bókhald um mætingar þar og í Vestme. f.o.m. næsta mánudegi, 13/3 nk. Hvernig líst mönnum á?

Bið um fullan stuðning við öflugan félaga okkar, Einar Kristin, sem heldur áfram sínum þjálfaraferli með okkur, hjartanlega velkominn, Einar Kristinn!



Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ