SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Hjalti Kristjánsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari KFS eftir að hafa stýrt liðinu samfleytt í 25 ár! Fotbolti.net greinir frá.

Eftir Stjórinn þann 09 Mar 2017 klukkan 16:11
Hjalti hættur þjálfun KFS eftir 25 ár - Einar tekur við
Einar Kristinn Kárason mun þjálfa lið KFS í næsta sumar og vera aðstoðarþjálfari hjá 2. flokki ÍBV. KFS leikur í 4. deild í sumar eftir að hafa fallið úr 3. deild í fyrra.
Einar hefur þjálfað yngri flokka hjá ÍBV undanfarin ár ásamt því að leika með KFS. Einar hefur núna lagt skóna á hilluna og einbeitir sér að þjálfun í sumar.
Samstarfssamningur var einnig gerður milli KFS og ÍBV um starfið í kringum KFS og 2.flokks ÍBV," segir á heimasíðu ÍBV.
Hjalti Kristjánsson mun áfram sjá um alla umgjörð KFS. Hjalti er læknir úr Eyjum en hann hefur verið læknir U21 árs landsliðs karla í áraraðir.
Í fyrra bætti Hjalti eigið met sem elsti leikmaður í sögu Íslandsmótsins en hann kom þá inn á sem varamaður hjá KFS, 57 ára gamall!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ